Miðvikudagur, 16. júní 2010
Þingfundur alla sl. nótt
Þingfundi á Alþingi lauk ekki fyrr en klukkan kortér yfir sex í morgun og hafði þá staðið síðan klukkan 10 í gærmorgun. Sátt náðist um þinglok í gærkvöld en fyrst þurfti að ljúka umræðu ýmissa mála. Þingfundur hefst aftur klukkan ellefu á eftir. Til stóð að þingfundur hæfist klukkan hálfníu en þá var sennilega ekki gert ráð fyrir því að fundur gærdagsins stæði svo lengi. Þá ætlar forsætisráðherra að mæla fyrir frumvarpi sínu um sameiningu ráðuneyta og hefur verið samið um lengd umræðu.
Þá mun formaður Framsóknarflokksins mæla fyrir tillögu Framsóknarmanna um samvinnuráð um þjóðarsátt. Í lok fundar verða síðan atkvæðagreiðslur, meðal annars um varnarmálalög og erfðabreyttar lífverur. Þing kemur síðan næst saman eftir rúma viku.(ruv.is)
Gott er að samkomulag hafi náðst um þinghlé.En hins vegar skil ég ekki hvers vegna nauðsynlegt er að þingið komist í frí núna.Eðlilegra hefði verið að þingið hefði haldið áfram störfum þar til nauðsynlegustu mál hefðu verið afgreidd.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.