Þarf forsetinn að sækja brúðkaup Viktoríu krónprinsessu í Svíþjóð?

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, forsetafrú, héldu í morgun til Stokkhólms þar sem þau munu taka þátt í hátíðarhöldum vegna brúðkaups Viktoríu krónprinsessu og Daniels Westling. Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning buðu forsetahjónunum að sækja brúðkaupið.

Í kvöld sitja forsetahjón og aðrir gestir kvöldverð sænsku ríkisstjórnarinnar en í kjölfar hans er boðið til hátíðartónleika í Tónlistarhúsi Stokkhólmsborgar.

Vígsluathöfnin verður á morgun og eftir hana er boðið til hátíðarkvöldverður í sænsku konungshöllinni.(visir.is)

Það er engin þörf á því að forsetinn sæki brúðkaupsveislur kóngafólks út um Evrópu eins og ástatt er í fjármálum þjóðarinnar um þessar mundir.Forsetinn hefði átt að steinhætta slíkum ferðalögum á meðan þjóðin er að rétta úr kútnum og það sama gildir um ráðherra og embættismenn ríkisins yfirleitt.Það ætti að draga stórlega úr ferðalögum þessara aðila.Margar ferðir þeirra eru óþarfar og sendirráðin geta afgreitt þau erindi,sem þar er um að ræða. En við höfum hagað okkur nákvæmlega eins og ekkert hafi í skorist. Bruðlið hefur haldið áfram þó þjóðin hafi verið á barmi gjaldþrots.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband