Óvissa um uppgjör bílalánasamninga

Óvíst er hvernig Lýsing ætlar að taka á uppgerðum bílalánasamningum eftir dóm Hæstaréttar um að gengistryggð bílalán séu ólögleg. Þetta segir Halldór Jörgensson forstjóri fyrirtækisins. Hann segir Lýsingu ætla að fara að lögum í landinu.

Halldór fundar með starfsmönnum fyrirtækisins í dag til að upplýsa þá, eins og hægt er, um næstu skref. Hann segir mikilvægt að samræma viðbrögð bílalánafyrirtækja og koma í veg fyrir að þeir fari aftur fyrir dómstóla. Því verði einnig fundað í dag á vegum Samtaka fjármálafyrirtækja.

Hann undrast að í þau fjölda ára sem bílasamningar hafi boðist og farið fyrir dómstóla, þegar viðskiptavinir hafi ekki staðið í skilum, hafi sú spurning aldrei vaknað hvort þeir væru löglegir. Þá hafi Seðlabanki eða Fjármálaeftirlitið ekki gert athugasemd við samningana þótt fyrirtækin hafi selt erlendan gjaldmiðil á móti hverjum þeirra í gegnum árin. Hann svarar því ekki hvort komi til greina að höfða mál gegn ríkinu vegna þessa.

Halldór segir að nú sé aðkallandi að finna uppgjörsleið sem allir geti sætt sig við en segir óljóst hvað verði um samninga sem þegar hafi verið gerðir upp.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband