Föstudagur, 18. júní 2010
Hæstiréttur:Ríkisstjórnin grípur ekki inn í
Ríkisstjórnin fundaði í morgun um viðbrögð við dómum Hæstaréttar þess efnis að gengistryggð bílalán séu ólögmæt. Eftir fundinn sagði Jóhanna Sigurðardóttir að engin inngrip af hálfu ríkisins séu áformuð sem skerða myndu rétt fólks.
Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir að nú verði farið yfir stöðuna í ráðuneytinu og kannað hvort þörf sé á að samræma aðgerðir með einhverjum hætti. Dómurinn er skýr, en þrátt fyrir það getur myndast ágreiningur um hvernig vinna á úr einstökum málum," segir Gylfi en bætir við að stjórnvöld muni ekki með neinum hætti taka rétt af lántakendum í þessum efnum.
Ráðherrararnir sögðust vissir um að bankarnir muni standa þetta af sér og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að það yrði hlutverk Bankasýslunnar að takast á við hvernig brugðist verið við í framhaldinu.(visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.