Laugardagur, 19. júní 2010
Bankarnar geta borið skaðann af dómnum
Viðskiptanefnd og skatta-og efnahagsnefnd Alþingis funduðu í dag með ýmsum hagsmunaaðilum. Niðurstaðan var sú að leita þyrfti leiða til að leiðrétta lán sem flestra, óháð við hvaða banka þeir skiptu. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, harmar að Hæstiréttur hafi ekki skorið úr um hvernig leysa ætti vandann. Hún telur að til þess að ná sátt í samfélaginu um leiðréttingu á forsendubrestinum sé mun betra að stjórnvöld taki heildstætt á skuldavanda heimilanna. Það sé brýnt að svo verði sem allra fyrst, ef hér eigi ekki að vera mikið ósætti um þessa leiðréttingu á gengistryggðum lánum.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.