Jón Gnarr veiddi Maríulax á 5 mínútum

Laxveiði í Elliðaánum hófst klukkan sjö í morgun, og venju samkvæmt renndi borgarstjóri fyrir fyrsta laxinum. Nýi borgarstjórinn Jón Gnarr sagðist vera seinheppinn veiðimaður í opinberri dagbók sinni í gær, en það var svo sannarlega ekki að sjá í morgun. Um fimm mínútur yfir sjö hófst hann handa við veiðina, og innan við fimm mínútum síðar var fiskur bitinn á; fallegur sex punda hængur.

Jón var ekki lengi að landa honum með aðstoð fulltrúa Stangveiðifélags Reykjavíkur og rotaði laxinn svo öruggum handtökum. Þetta var fyrsti lax Jóns, en í dagbókinni sagðist hann aðeins einu sinni hafa farið í laxveiðiá áður, þar sem hann veiddi sjóbirting með því að flækja hann í línunni. Jón mun því koma til með að sporðrenna veiðiugga fisksins eins og vaninn er með Maríulaxa. Hann sagðist ekki kvíða því að bitinn yrði ógeðslegur, enda vanur því að borða sushi.
(visir.is)

Þetta "borgarstjórastarf" Jóns Gnarr tókst vel. Hann er óvanur laxveiði en kláraði þetta samt vel. Það er skemmtileg hefð að borgarstjóri renni fyrir lax í Elliðaánum og sjálfsagt að halda henni enda þótt einhverjum finnist þetta sjálfsagt hégóminn einn.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband