Sunnudagur, 20. júní 2010
Samfylkingin ber einnig sinn hluta ábyrgðar á hruninu
Í heilsíðuviðtali í Fréttablaðinu segir Össur Skarphéðinsson,utanríkisráðherra:Samfylkingin hefur ekki enn horfst í augu við ábyrgð flokksins í aðdraganda hrunsins. Þetta virtist rökrétt hjá Össuri þar eð Samfylkingin var í ríkisstjórn,þegar bankakerfið og efnahagskerfið hrundi.En síðan bætir hann við,að hann eigi ekki við stjórnaraðild Samfylkingarinnar heldur með því að veita ákveðinni hugmyndafræði löggildingu.Og annars staðar segir hann,að Samfylkingin hafi veitt ákveðinni viðskiptablokk í efnahagslífinu stuðning.
Ekki veit ég alveg hvað Össur er að fara. En hitt veit ég,að ráðherrar Samfylkingarinnar,sem sátu í ríkisstjórn þegar hrunið varð bera sinn hluta ábyrgðarinnar.Það þýðir ekki að hengja Björgvin G. Sigurðsson einan og síst þar sem honum var haldið utan við mikilvæg viðskiptamál.Auðvitað bar öll ríkisstjórnin ábyrgð. Hún átti að sjá til þess að eftirlitsstofnanir gegndu hlutverki sínu og hún átti að sjá til þess að gerðar væru ráðstafanir til þess að stöðva útþenslu bankanna og minnka þá.Ég kannast ekki við það að Samfylkingin sem slík hafi stutt ákveðna viðskiptablokk.Það hljóta þá að hafa verið ákveðnir forustumenn Samfylkinginnar sem hafa gert það en ekki Samfylkingin sem slík.Ef svo er þurfa þessir forustumenn að gera hreint fyrir sínum dyrum en ekki Samfylkingin sem slík.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.