Sunnudagur, 20. júní 2010
Forseti ASÍ styður baráttu aldraðra og öryrkja
Lengst af hefur verkalýðshreyfingin stutt kjarabaráttu aldraðra og öryrkja.Lífeyrisþegar hafa ekki verkfallsvopn og þeir hafa tæpast nokkurn samningsrétt. Þegar stöðugleikasáttmálinn var gerður gleymdust lífeyrisþegar.Þeir voru ekki kallaðir að borðinu. Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins gleymdu öldruðum og öryrkjum.Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra setti fram hugmyndir um frystingu launa ríkisstarfsmanna í 3 ár.Hann vildi einnig frysta lífeyri aldraðra og öryrkja.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ snérist ákveðið gegn þessum hugmyndum og hann tók það sérstaklega fram,að ekki mætti frysta lífeyri aldraðra og öryrkja. Aldraðir og öryrkar hafa því eignast góðan bandamann þar sem forseti ASÍ er. En það er ekki nóg að koma í veg fyrir frystingu lífeyris. Aldraðir og öryrkjar verða einnig að fá þá leiðréttingu á lífeyri sínum sem höfð var af þeim á undanfarandi ári.Það er ca. 16% hækkun.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.