Sunnudagur, 20. júní 2010
Búið að ráða í 80% sumarstarfa
Búið er að ráða í 80% þeirra sumarstarfa sem stjórnvöld ætluðu að skapa handa háskólanemum. Þetta segir Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Stofnunin fékk það hlutverk í vor að halda utan um verkefnið.
Haft var eftir Gissuri í hádegisfréttum að of seint hefði verið ráðist í verkefnið. Hann sagði í samtali við fréttastofuna síðdegis að vel hefði gengið að ráða í störfin undanfarna daga.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.