Mánudagur, 21. júní 2010
Stuðningsfulltrúar mótmæla ráðagerðum um launafrystingu
Félag ráðgjafa og stuðningsfulltrúa (FRS) mótmælir harðlega hugmyndum félagsmálaráðherra um launafrystingu opinberra starfsmanna samkvæmt tilkynningu frá FRS.
Í tilkynningunni segir ennfremur:
Ráðgjafar og stuðningsfulltrúar eru fjölmenn stétt þar sem konur eru í miklum meirihluta og launin óásættanlega lág fyrir, þótt þau séu ekki fryst. Umönnun er ekki afgangsstærð í þjóðfélaginu og þegar hefur verið farið yfir sársaukamörk í niðurskurði.
Fyrirhugaðar fjárfrekar framkvæmdir á vegum hins opinbera, meðal annars heilbrigðiskerfisins, skjóta skökku við þegar ekki virðist vera hægt að reka það sem fyrir er í óbreyttri mynd. Félag ráðgjafa og stuðningsfulltrúa mun ekki taka því þegjandi ef til stendur að ganga frekar á kjör heilbrigðisstarfsfólks en orðið er, og minnir á að ekki er langt í að næstu kjarasamningar verði gerðir og heitir á forystu verkalýðshreyfingarinnar að standa með sínu fólki.
FRS er félag ráðgjafa, stuðningsfulltrúa og annars starfsfólks í umönnun. Félagið er deild innan SFR(visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.