Þriðjudagur, 22. júní 2010
4 frumvörp um fjárhagsvanda heimilanna afgreidd á alþingi á fimmtudag
Nú er stefnt að því að fjögur frumvörp, sem taka eiga á fjárhagsvanda heimilanna í kjölfar bankahrunsins, verði að lögum frá Alþingi á fimmtudag. Fimm frumvörp voru í heimilispakkanum áður en bílalánafrumvarpið úreltist í kjölfar Hæstaréttardómsins. Samkvæmt upplýsingum félagsmálaráðuneytisins verða hin fjögur frumvörpin látin halda sér en þau eru:
1) Frumvarp um umboðsmann skuldara, nýja ríkisstofnun sem gæta skal hagsmuna og réttinda skuldara.
2) Frumvarp um greiðsluaðlögun einstaklinga, sem gera á þeim sem eru í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að endurskipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu.
3) Frumvarp um tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota en það snýst um að þeir sem keyptu húsnæði og gátu ekki selt fyrra húsnæðið sitt geti skilað annarri þeirra til kröfuhafa.
4) Frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna, sem á að styðja við frumvarpið um greiðsluaðlögun einstaklinga og lögin um réttarstöðu skuldara við nauðungarsölur, sem einnig eru skilgreind sem hluti af heimilispakkanum.
Öll frumvörpin eru á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins.(ruv.is)
Öll eru framangreind frumvörp mikilvæg fyrir heimilin og verða væntanlega að lögum. En fr.v um bílalán virðist óþarft eftir dóm hæstaréttar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.