1,1 milljarður greiddur vegna gjaldþrota

Frá bankahruni hafa 2.364 einstaklingar fengið rúman 1,1 milljarð króna greiddan frá Ábyrgðasjóði launa vegna gjaldþrots 339 fyrirtækja.

Það sem af er ári hafa 422 fengið 208 milljónir króna greiddar úr ábyrgðarsjóðnum sem greiðir laun gjaldþrota fyrirtækja. Í fyrra fengu 1.563 launamenn greitt úr sjóðnum. Sextíu umsóknir eru tilbúnar til afgreiðslu og 300 bíða.

Björgvin Steingrímsson, deildarstjóri sjóðsins, segir ástæðuna fyrir bið þessara 300 eftir uppgjöri launa sinna þá að um sé að ræða kröfur vegna þrotabúa sem nýlega hafi verið úrskurðuð gjaldþrota. Sjóðurinn bíði eftir afstöðu skiptastjóra til þeirra.  Hann segir flestar kröfurnar þó  greiddar innan 6 mánaða.(visir.is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband