Össur gagnrýnir Cameron

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir margítrekað af forystu Evrópusambandsins og framkvæmdastjórn þess að engin tenging sé milli Icesave og aðildarviðræðnanna. Hann gagnrýnir breska forsætisráðherrann fyrir að gefa sér ekki tíma til að semja um Icesave og telur að hann eigi eftir að sjá Breta beita sér gegn aðild Íslendinga að Evrópusambandinu. Cameron misskilji málið alvarlega telji hann að Íslendingar ætli ekki að borga.

Össur segir alla forystumenn íslensku stjórnmálaflokkanna hafa lýst því skýrt yfir að Íslendingar ætli að standa við skuldbindingar sínar. Þá telur hann að Cameron eigi að skoða sitt eigið bakland – það sé mjög erfitt að semja við fólk sem vilji ekki tala við mann. Það hafi verið erfitt upp á síðkastið að fá formlega samningafundi með Bretum og Hollendingum - orð séu til alls fyrst.

Össur segir Cameron hafa spilað fyrir heimamarkaðinn þegar hann sagði í breska þinginu Íslendinga skulda Bretum 2,3 milljarða punda og að breska stjórnin myndi nýta aðildarviðræðurnar við ESB til að fá endurgreitt. Engin slík tenging sé í raunveruleikanum. Þá segist hann ekki gefa mikið fyrir yfirlýsingar hollensku og bresku stjórnmálamannanna. Það geti verið að einhverntímann í ferlinu reyni þeir að bregða fyrir Íslendingum fæti, en það hafi þeir ekki gert nú. Því sé aðeins að spyrja að leikslokum.(ruv.is)

Ég er sammála utanríkisráðherra. Og raunar finnst  mér það lúalegt af forsætisráðherra Breta að segja í breska þinginu,að hann ætli í tengslum við umsókn Íslands að ESB að láta Ísland borga Icesave,þegar ESB hefur sagt,að engin tengsl séu þarna á milli.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband