Fimmtudagur, 24. júní 2010
Félagsráðgjafar vara við niðurskurði í velferðarkerfinu
Félagsráðgjafafélag Íslands varar við boðuðum niðurskurði í velferðarkerfinu. Í ályktun stjórnar félagsins segir að þörf sé á samstilltu átaki ráðuneyta, sveitarfélaga og félagasamtaka til að hægt sé að styrkja fjölskyldur svo þær fái betur sinnt uppeldishlutverki sínu. Kreppa sé tímabundið ástand sem geti haft langvarandi afleiðingar á kynslóðir og sérstaklega börn, verði ekki brugðist við henni á faglegan hátt.
Þá lýsir félagið stuðningi við áform um að sameina félags- og tryggingarmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið í eitt velferðarráðuneyti. Slíkt ráðuneyti einfaldi og bæti þjónustu við íbúa landsins og sérstaklega þá sem minna megi sín.(ruv,is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.