Laugardagur, 26. júní 2010
Pétur Blöndal vill verða formaður
Pétur Blöndal, alþingsmaður, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns Sjálfstæðisflokksins. Kosið verður rétt eftir hádegi í dag en frambjóðendakynningar eru á öðrum degi landsfundar núna klukkan 9:15. Bjarni Benediktsson, gefur kost á sér til endurkjörs og mun kosningin skipta Bjarna miklu máli til þess að styrkja stöðu hans í flokknum. Þá eru tveir frambjóðendur til embættis varaformanns þær Ólöf Nordal alþingismaður og Lára Óskarsdóttir. Sú kosning fer fram um miðjan dag. Landsfundi Sjálfstæðismanna lýkur síðdegis. (visir.is)
Ef svo ólíklega færi að Pétur yrði kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins mundi flokkurinn færast verulega til hægri ,þar eð Pétur er mikill hægri maður gagnstætt Bjarna Benediktssyni. Það yrði betra fyriir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins að Pétur væri formaður. Það er meiri hætta á klofningi flokksins,ef Pétur yrði kosinn formaður. Bjarni á betra með að halda flokknum saman.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.