Ellílífeyrir í Svíþjóð tvöfalt hærri en á Íslandi!

Ellilífeyrir í Svíþjóð er tvöfalt hærri en hér á landi. Í desember sl. var fullur ellilífeyrir í Svíþjóð 328 þús. kr. á mánuði.En hér er hann 180 þús. fyrir skatt,155 þús. eftir skatt hjá einstaklingum,sem ekki hafa aðrar tekjur en frá TR.Ellilífeyriisþegar í hjónabandi eða sambúð hafa 153 þús. kr. fyrir skatt en 140 þús. eftir skatt.Sem sagt hér er ellilífeyrir aðeins helmingur af því,sem hann er í Svíþjóð. En það sem skiptir þó enn meira máli í samanburðinum er,að engar skerðingar eiga sér stað í Svíþjóð. Ellilífeyrisþegar halda lífeyri sínum óskertum þó þeir hafi greiðslur úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóðirnir í Svíþjóð eru alger viðbót við greiðslur frá almannatryggingum eins og það á að vera. Einnig mega lífeyrisþegar í Svíþjóð vinna eins mikið og þeir vilja. Atvinnutekjur skerða ekki tryggingabætur og ekki heldur fjármagnstekjur. Við hljótum að stefna að því að taka upp slíkt kerfi hér enda á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að skapa hér norrænt velferðarsamfélag.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband