Sunnudagur, 27. júní 2010
Góð ræða Jóhönnu í gær
Jóhanna Sigurðarsdóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar flutti góða ræðu á fundi Samfylkingarinnar í gær. Hún sagði m.,a.:
Fólkinu sem sér aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru sem hina réttu leið. Fólkinu sem vill standa vörð um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum landsins og sjálfbæra nýtingu þeirra þjóðinni til hagsbóta. Fólkinu sem vill kröftuga uppbyggingu sjálfbærs atvinnulífs, þar sem hagur launþega og samfélagsgildi eru í hávegum höfð í stað einstaklingshagsmuna og ofsagróða.Fólkinu sem vill að Ísland verði fyrirmyndarríki í mannréttindamálum, jafnréttismálum, lýðræðisþróun og baráttu fyrir hagsmunum og kjörum þeirra sem lakast standa. Samfylkingin á að að leita til þessa fólks, bæði í gegnum flokksstarf, viðhorfshópa, laustengd félög og með öllum þeim ráðum sem við höfum. Flokkurinn eigi að vinna með þeim sem styðja baráttumálum jafnaðarmanna við hvert mögulegt tækifæri.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.