Mest samstaða i Samfylkingunni

Þrír stjórnmálaflokkar héldu fundi í gær: Sjálfstæðisflokkurinn hélt landsfund og kaus Bjarna Benediktsson á ný formann. Einnig samþykkti flokkurinn að afturkalla ættu umsókn um aðild að ESB. Eftir þá samþykkt er flokkurinnh klofinn og  hafinn er undirbúningur að stofnun nýs flokks. VG hélt flokksráðsfund. Þar var ákveðið að fresta til haustsins afgreiðslu mesta deilumálanna.En mikil ólga er í VG,einkum um afstöðuna til ESB en einnig um AGS og Icesave málið.Það liggur við klofningi í flokknum.Framsókn er einnig klofin eftir að formaður þingflokksins flutti tillögu á  alþingi sem gengur þvert á stefnu flokksins í ESB málum.Formaður þingflokksins vill afturkalla umsókn um aðild að ESB en flokksþing Framsóknar hafði samþykkt að  fara ætti í aðildarviðræður. Eini flokkurinn,sem er óklofinn er Samfylkingin.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband