Sunnudagur, 27. júní 2010
Á áfram að níðast á kjörum aldraðra og öryrkja?
Landssamband eldri borgara,Öryrkjabandalag Ísland,stjórn 60+ í Samfylkingunni og fundur flokksstjórnar Samfylkingarinnar telja,að bæta verði kjör eldri borgara og öryrkja.Öll framangreind hagsmunasamtök hafa mótmælt kjaraskerðingu og krafist leiðréttingar allt undanfarandi ár.Félagsmálaráðherrann einn stendur á móti leiðréttingu á kjörum lífeyrisþega.Nú vill hann "frysta " lífeyri aldraðra á næsta ári og honum lá svo mikið á að tilkynna þessa fyrirætlan sína,að hann opinberaði hana á ársfundi TR. Hvers vegna beið hann ekki til haustsins til þess að sjá hvernig kjaramál launþega mundu þróast?Eða á áfram,að níðast á kjörum aldraðra og öryrkja þó launþegar fái frekari kjarabætur. Slíkt misrétti verður ekki liðið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi lífeyrir er smásaman að hverfa. Lífeyrisjóðurinn sem ég fæ ennþá greitt frá -tilkynnti lækkun um 8 % á þessu ári. Það bættist við áður komnar 10 % lækkun fyrir rúmu ári. Síðan eru það allar skerðingar TR af hálfu félagsmálaráðherra- annað eins eða meira. Og ennþá á að skera niður. Það er nóg að gera hjá Árna Páli , félagsmálaráðherra. Það virðist fátt annað sem hann gerir- í embættinu. Ég held að Sjálfstæðisflokkur hefði staðið betur vaktina gagnvart öldruðum og öryrkjum... en Samfylkingin.
Sævar Helgason, 27.6.2010 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.