AGS segir kreppunni tæknilega lokið

Á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Kjarvalsstöðum í dag kom fram að AGS telur kreppunni hér „tæknilega“ lokið þar sem hagvöxtur hefur verið tvo ársfjórðunga í röð.

Fundinum lauk á þriðja tímanum en þar töluðu meðal annarra Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar sjóðsins hér og Franek Rozwadowski sendifulltrúi AGS á Íslandi. Fulltrúar sjóðsins hafa síðasta hálfa mánuðinn metið stöðuna hér á landi fyrir þriðju endurskoðunina á 2,1 milljarða dala fyrirgreiðslu sjóðsins.

Flanagan sagði að almenningur fyndi hugsanlega ekki fyrir kreppulokunum nú, og ekki fyrr en hagvöxturinn hefði verið í tvö ár og færri væru án atvinnu. Mark sagði þó leiðina ekki endilega greiða úr þessu, hætturnar leyndust víða, meðal annars í hugsanlegri niðursveiflu alþjóðlega hagkerfisins.

Flanagan sagði einnig að stjórnvöld gætu ekki ákveðið næstu skref vegna dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána fyrr en afleiðingar hans koma í ljós. Dómurinn kæmi ekki í veg fyrir frekara samstarf sjóðsins og stjórnvalda. Hann sagði sjóðinn nú þurfa nánari upplýsingar áður en hann meti áhrifin á bankakerfið og leggi blessun sína yfir þriðju endurskoðunina(ruv.is)

Þetta eru góðar fréttir. En við eigum eftir að sjá hvernig árið í heild kemur út. Ekki er víst að um hagvöxt verði að ræða þegar árið er gert upp í heild en hagvöxtur kann að byrja í lok ársins. Brýnasta verkefnið í dag er að  útrýma atvinnuleysinu.

 

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband