Ríkisstjórnin heldur kjörum aldraðra og öryrkja niðri

Í grein sem ég skrifaði i Fréttablaðið taldi ég að lífeyrisþegar ættu að vera undanskildir niðurskurði útgjalda. Þar sagði m.a.,:

" Ríkið heldur kjörum aldraðra og öryrkja svo mjög niðri,að það er til skammar.Hagstofan kannar neysluútgjöld fjölskyldna í landinu.Síðast var niðurstaða slíkrar könnunar birt í desember sl. Samkvæmt henni nema meðaltalsneysluútgjöld einhleypra einstaklinga 297 þús. á mánuði. Engir skattar eru innifaldir í þessari tölu,hvorki tekjuskattar né fasteignagjöld. Það vantar því 140 þús. kr. á mánuði upp á,að lífeyrir aldraðra einhleypinga dugi fyrir þessum útgjöldum.Ýmsir liðir í neyslukönnun Hagstofunnar eru vantaldir að því er aldraða varðar.Það á t.d. við um lyfjakostnað og lækniskostnað. Kostnaður aldraðra vegna þessara liða er mikið meiri en nemur meðaltalinu í neyslukönnun Hagstofunnar.  Það á ekki að koma til greina að skerða kjör lífeyrisþega á meðan ekki er verið að lækka kaup launafólks.Ég á ekki von á því að stjórnvöld muni grípa til þess að lækka almenn laun verkafólks og ríkisstarfsmanna með lögum. En það hafa þau gert gagnvart lífeyrisþegum. Viðbrögð við hugmyndum um frystingu launa ríkisstarfsmanna leiða í ljós,að ekki þýðir að reyna lækkun almennra launa ríkisstarfsmanna. Og sennilega verður félagsmálaráðherra að falla frá hugmyndum sínum um frystingu launa ríkisstarfsmanna miðað við þá miklu andstöðu sem hugmyndir hans sæta."

Frysting lífeyris á verðbólgutímum er ekkert annað en kjaraskerðing. 

 

Björgvin Guðmundsson

 

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband