Aldraðir hlunnfarnir hvað eftir annað

Í skýrslu Stefáns Ólafssonar formanns Tryggingaráðs Nýskipan almannatrygginga segir,að  1.sept. 2008 hafi lágmarksframfærslutrygging aldraðra verið ákveðin 150 þús. kr. á mánuði fyrir skatt og um áramótin á eftir hafi sú upphæð verið hækkuð í 18o þús. fyrir skatt ( 155 þús. eftir skatt) Hafi lífeyrir þessa hóps þá verið búinn að hækka um 42 % frá 2007 sem sé meiri hækkun en verkafólk hafi fengið á þessu tímabili.Hér er ólíku saman að jafna.Það voru 412 einhleypir ellilífeyrisþegar sem fengu 18o þús. kr. 1.sept. 2008 en tugir þúsunda verkafólks fá lágmarkslaun  og þær hækkanir sem þeim fylgja. Það voru aðeins þeir,sem höfðu ekkert  úr lífeyrissjóði og engar tekjur aðrar en frá TR sem fengu umræddar 180 þús. fyriir skatt.Aðrir fengu mikið minna og þeir ellilífeyrisþegar,sem voru í sambúð eða í hjónabandi fengu aðeins 153 þús. á mánuði fyrir skatt eða 140 þús eftir skatt.Það er eðlilegra að miða við þá upphæð og sé  það gert kemur í ljós,að hún er lægri en lágmarkslaun verkafólks.

Aldraðir voru hlunnfarnir við gerð kjarasamninga  1.feb. 2008.Þeir fengu 7,4% hækkun á lífeyri sínum,.þegar launþegar fengu 16% hækkun.Þorri lífeyrisþega var hlunnfarinn á ný 1.jan.2009   þegar sá hluti l ífeyrisþega  fékk aðeins 9,6% hækkun á lífeyri þegar verðbólgan hafði verið 20% og lífeyrisþegar áttu að fá tæplega 20% hækkun.Þá fékk aðeins litli hópurinn (412 aldraðir) fulla verðlagsuppbót. Það er verið að slá ryki í augu almennings,þegar sagt er að aldraðir hafi fengið 42% hækkun,þegar í ljós kemur,að aðeins 412 manns fengu hækkunina. Svona vinnubrögð hefna sín.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband