Þriðjudagur, 29. júní 2010
Verðbólgan 5,7%
Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní er 364,1 stig og lækkaði um 0,33% frá fyrra mánuði samkvæmt upplýsingum sem finna má á heimasíðu Hagstofunnar.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 346,3 stig og lækkaði hún um 0,46% frá maí.
Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 5,9% (vísitöluáhrif -0,34%) og mat og drykkjarvöru lækkaði um 1,5% (-0,23%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,7% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,5%.
Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3% sem jafngildir 1,3% verðbólgu á ári (0,3% fyrir vísitöluna án húsnæðis).
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júní 2010, sem er 364,1 stig, gildir til verðtryggingar í ágúst 2010. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 7.189 stig fyrir ágúst 2010.(visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.