Matvæli 4% dýrari hér en í ESB löndum

Verð á mat og drykkjarvörum hér á landi var 4% hærra að meðaltali en í öðrum Evrópuríkjum vorið 2009 samkvæmt niðurstöðu Hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er mikil breyting frá fyrri könnun, sem gerð var árið 2006, en þá var verðlag hæst á Íslandi eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Breytingin skýrist fyrst og fremst af gengisbreytingum, að sögn Hagstofu Íslands, en í könnuninni er verð á sambærilegri körfu matvæla borið saman í evrum. Verð á áfengum drykkjum reyndist 68% dýrara hér en í öðrum Evrópulöndum og munurinn á tóbaksverði var 15% Íslandi í óhag. Í könnuninni er verð á sambærilegri körfu matvæla borið saman í evrum.

Í könnuninni nú var verðlag hæst í Noregi, 54% hærra en meðaltalið, í Danmörku 39% hærra og í Finnlandi 20% hærra. Í Svíþjóð var verðlag hið sama og á Íslandi.

Samanburðurinn náði til Íslands auk 36 annarra Evrópuríkja; 27 núverandi aðildarríkja Evrópusambandsins, Noregs, Sviss, Albaníu, Bosníu Hersegóvínu, Króatíu, Makedóníu, Serbíu, Svartfjallalands og Tyrklands.

Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, hafði umsjón með könnuninni en Hagstofa Íslands sá um framkvæmd hennar á Íslandi. Í könnuninni er notað meðalverð og -gengi ársins 2009.(visir.is)

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband