Þriðjudagur, 29. júní 2010
Flanagan segir krónuna hafa hjálpað Íslandi
Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að mun erfiðara yrði fyrir ríkisstjórnina að bregðast við fjárhagsáföllum gangi Ísland í Evrópusambandið og taki upp evruna. Ein ástæða þess að efnahagskreppan nú hafi orðið grynnri en búist var við sé sveigjanleiki gjaldmiðilsins.
Flanagan segir Íslendinga sjálfa verða að vega og meta kosti og galla Evrópusambandsins. Sveigjanleiki krónunnar skili þó hagvexti um þessar mundir.(ruv.is)
Þetta er rétt hjá Flanagan.Krónan hefur hjálpað okkur að komast út úr kreppunni. En hvernig? Jú hún veiktist og veiktist þannig að allar innflutar vörur stórhækkuðu í verði en ferðaiðnaður og annar samkeppnisiðnaður stóð betur að vígi en áður. Almenningur borgaði fyrir veikningu krónunnar.Þetta var eins og skellt hefði verið á almenning einni stórri gengislækkun. Það hefði ekki alltaf þótt gott.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.