Fjármálaráðherra: Hagkerfið tekið að stækka

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það hafi farið fram hjá mörgum að hagkerfið hafi vaxið tvo ársfjórðunga í röð. Hann segir rétt að klára samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og að þjóðin fagni þeim degi þegar Ísland þurfi ekki lengur á erlendum lánum að halda.

Hann sagði óvissu vera um framtíðina, ekki væri vitað um niðurstöður annars ársfjórðungs en ýmis merki væru um að hagkerfið væri að fara í gang og að það yrði vöxtur í því á síðari hluta ársins.

Á blaðamannafundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gær sagði yfirmaður sendinefndar sjóðsins að nú sé beðið útreikninga stjórnvalda á kostnaði við að gera upp gengistryggð lán eftir dóm Hæstaréttar um ólögmæti þeirra. Steingrímur telur þó ekki hættu á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn dragi lánafyrirgreiðslu sína til baka.

Hann segir að sjóðnum sé ljóst að ákveðin óvissa ríki, til dæmis hvernig unnið verði úr lánunum og hvernig farið verði með þau.

Yfirmaður sendinefndarinnar sagði Íslendinga þurfa að velja á milli þess að standa innan eða utan Evrópusambandsins, en krónan hefði grynnkað kreppuna nú.

Steingrímur sagðist ekki vilja svara því til hvort rétt væri að bíða með ESB-aðild. Umræða um það færi fram innan flokksins. Engin skyndiákvörðun yrði tekin varðandi það, á endanum væri það í höndum Alþingis ef fyrri ákvörðunum ætti að breyta.(visir,is)

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband