Rekstur ríkisins innan fjárheimilda

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga kemur fram að heildargjöld ríkisstofnanna og ráðneyta, svonefnds A-hluta ríkissjóðsins, árið 2009 hafi verið 12 miljarða innan fjárheimilda eða samtals 579 milljarði. Það má meðal annars rekja það til þess að kostnaður við endurreisn bankakerfisins reyndist minni en áætlað var.

Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun er bent á að þótt gjöld hafi verið innan fjárheimilda hafi þau engu að síður verið 23 milljarðir umfram fjárlög ársins. Þar voru veittar heimildir til gjalda upp á 556 milljarða en með fjáraukalögum bættust við 13 milljarðar og fjárheimildir fluttar frá fyrra ári námu 22 milljarðar. Í heild námu fjárheimildir ársins því 591 milljarð.

Fram kemur að áform um tekjuöflun ríkisins á árinu 2009 hafi gengið eftir og gott betur. Í fjárlögum ársins hafi verið gert ráð fyrir að tekjur A-hluta ríkissjóðs yrðu 402 milljarðar. Með fjáraukalögum hafi sú áætlun hækkað í 417 milljarði. Í reynd hafi tekjurnar hins vegar orðið mun hærri eða 439 milljarðar og megi einkum rekja það til skattahækkana sem ákveðnar voru um mitt ár.

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2010 urðu tekjur ríkisins um tveimur milljörðum minni en áætlað var og gjöldin sjö milljörðum minni. Það tókst því að halda rekstri ríkissjóðs innan fjárheimilda á tímabilinu.(visir.is)

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband