Miðvikudagur, 30. júní 2010
Félagsmálaráðherra hefur ekki stuðning Samfylkingarinnar fyrir því að frysta ellilífeyri
Það vakti mikla athygli,að flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar skyldi samþykkja tillögu,sem var nokkurs konar stuðningur við baráttu elllilífeyrisþega fyrir bættum kjörum.Félagsmálaráðherra reyndi að fá þessari tillögu vísað frá en varð undir á fundinum.Ráðherrann hefur því ekki stuðning Samfylkingarinnar fyrir því að halda áfram að skerða kjör aldraðra.Það þýðir,að hann verður að falla frá áformum sínum um að frysta lífeyri aldraðra og öryrkja.Frysting á lífeyri á verðbólgutímum er ekkert annað en kjaraskerðing.
Félagsmálaráðherra hefur stórskert kjör lífeyrisþega þann tíma,sem hann hefur setið í embætti.Hann skerti kjör þeirra um 4 milljarða 1.júlí sl.Sama dag fengu launþegar kauphækkun og sl. 12 mánuði hefur kaup láglaunafólks hækkað um 23 þús. kr á mánuði eða ca 16%. Kaup ríkisstarfsmanna hefur hækkað svipað ( þ.e. láglaunafólks hjá ríkinu). Aldraðir og 0ryrkjar eiga þessa kauphækkun inni.Ráðherra getur ekki bæði skert kjör lífeyrisþega og svipt þá kjarabótum sem launþegar fá. Afstaða Samfylkingarinnar á flokksstjórnarfundinum var skýr: Hún vill að kjaraskerðingu lífeyrisþega linni og að lífeyrsþegar fái sömu hækkun og launþegar. Frysting á lífeyri kemur því ekki til greina.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.