AGS vill breyta ríkisstjórninni í sótsvarta íhaldssstjórn!

Nýjar tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um skattahækkanir á ýmsum sviðum eru unnar að beiðni Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, sem óskaði formlega eftir tillögum frá sjóðnum um að auka tekjustreymi ríkissjóðs um eitt til tvö prósent af landsframleiðslu.

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins upplýsti í þættinum í bítið, á Bylgjunni í morgun að sjóðurinn hafi ekki átt frumkvæðið.

Helgi Hjörvar formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis staðfesti í þættinum að sjóðurinn hafi verið beðinn að fara yfir skattkerfið enda telji stjórnvöld gott að fá hugmyndir og tillögur frá sérfræðingum, sem hafi reynslu af að takast á við efnahagsvanda þjóða, og þar með staðfesti hann að þessar nýju skattahugmynir séu ekki að frumkvæði sjóðsins(visir.is)

Meðal  tillagna AGS er að virðisaukaskattur á matvælum verði hækkaður úr 7% í 25,5%.Það er furðuleg tillaga eftir að allar innfluttar vörur,matvörur og aðrar, hafa stórhækkað í verði vegna gengishruns krónunnar.Aðrar tillögur AGS eru meðal annars um hækkun fjármagnatekjuskatts og eignarskatts.
Ég tel,að til greina kæmi að hækka fjármagnstekjuskatt.

 Ríkisstjórnin hefur skert kjör aldraðra og öryrkja.Hún hefur ráðist á velferðarkerfið.Ef hún ætlar nú að ráðast á lífskjör almennings með stórhækkun matvælaverðs þá breytist hún í sótsvarta íhaldsstjórn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband