Þriðjudagur, 13. júlí 2010
Jóhanna: Kemur ekki til greina að hækka skatta á millitekjufólk og ekki heldur matarskatt
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir ekki koma til greina að hækka skatta á millitekjufólk, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til. Þá standi ekki til að hækka matarskatt.
Íslensk stjórnvöld báðu Alþjóðagjaldeyrisjóðinn um að gera úttekt á íslenska skattkerfinu og leggja fram tillögur um hvernig auka megi tekjur ríkissjóðs á næstu árum.
Sjóðurinn leggur meðal annars til að virðisaukaskattur á matvæli verði hækkaður sem og tekjuskattur millitekjufólk. Þannig leggur sjóðurinn til að lagður verði rúmlega 47 prósenta hátekjuskattur á fólk með tekjur yfir 375 þúsund krónum á mánuði.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að ekki komi til grein að hækka tekjuskatti með þessum hætti. Hins vegar hafi verið ágætt að fá hugmyndir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fram í þessu máli.(visir.is)
Ég fagna þessum ummælum Jóhönnu og treysti henni til þess að standa fast gegn þessum tillögum AGS.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.