Þriðjudagur, 13. júlí 2010
Þýðir Hæstaréttardómurinn nýtt bankahrun?
Enn er óvíst hvaða vextir verða á "erlendu" bílalánunum. Tilmæli Seðlabanka og FME voru þau,að vextirnir yrðu lægstu vextir Seðlabankans,8,25%.Þessi ákvörðun er aðeins til bráðabirgða og gildir þar til dómstólar skera úr um vexti á umræddum bílalánum. Vextir þeir,sem eru tilgreindir í skjölum bílalánanna eru 3-4%.Ef þeir vextir standa munu 3-350 milljarðar flytjast frá lántakendum yfir á banka og fjármálastofnanir,þ.e. lenda á bankastofnunum. Talið er,að þá muni um 100 milljarðar af þessari upphæð lenda á ríkinu. Almennt er talið,að ef vextirnir verði látnir standa óbreyttir þá verði eitthvað að gera fyriir þá,sem eru með verðtryggð bílalán.
Þær raddir hafa heyrst,að setja þurfi "neyðarlög" til þess að hnekkja dómi Hæstaréttar og koma í veg fyrir nýtt bankahrun.Ekki er gott að löggjafinn hnekki dómi Hæstaréttar.Engir kostir eru góðir í stöðunni: Við viljum ekki nýtt bankahrun og við viljum ekki hnekkja dómi Hæstaréttar en hvað er þá til ráða?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef farið verður að krukka í dóma Hæstaréttar þá er réttarríkið liðið undir lok.
Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 13:06
Ef dómur Hæstaréttar þýðir nýtt bankahrun þá verður bara svo að vera! Það hefði átt að láta allavega 2 banka rúlla hér á sínum tíma, halda einum, við þurfum ekki alla þessa banka hvort sem er.
Edda Karlsdóttir, 13.7.2010 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.