Matarverð stórhækkar verði tillögur AGS samþykktar

Fjölskylda sem kaupir matvörur fyrir 70 þúsund krónur á mánuði þyrfti að borga um 55 þúsund krónum meira á ári fyrir sömu vörur, verði tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hækkun virðisaukaskatts á matvörur í 14% að veruleika.

Til lengri tíma ættu stjórnvöld að horfa til þess að hækka hann í 25,5%, að mati sjóðsins, þannig að virðisaukaskattur á allar vörur sé sá sami. Við það myndu áðurnefnd matarkaup hækka um ríflega 145 þúsund krónur á ári, rúm 17%.

 

Í dag er lagður 7% virðisaukaskattur á fjölda vöruflokka. Samkvæmt tillögum AGS ætti að hækka hann í 25,5%, í því skyni að auka skatttekjur ríkissjóðs og einfalda um leið skattkerfið. Það hefði í för með sér mikla verðhækkun á bókum, geisladiskum, tímaritum, dagblöðum og aðgangi að vegamannvirkjum.(mbl.is)

Ekki kemur til greina að fara að tillögum AGS um hækkun á virðisaukaskatt á matvælum í 25,5%. Það yrði rothögg á fjölskyldur með lágar og meðaltekjur´.Raunar er óskiljanlegt hvers vegna fjármálaráðuneytið var að biðja AGS um þessar tillögur. Ráðuneytið  gat sjálft reiknað út áhrifin af hækkun virðisaukaskatts.Samþykkt á tillögum AGS mundi stórauka verðbólgu og hækka afborganir af lánum Íbúðalánasjóðs.

 

Björgvin Guðmundsson


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband