Magma: Skiptir máli hvort útlendingurinn er kanadiskur eða sænskur?

Nú í gúrkutíðinni á fjölmiðlum hefur gosið upp mikil umfjöllun um Magma og kaup þess á hlut í HS Orku.Lítið var fjallað um málið þegar Magma keypti hlutinn.Víst er það slæmt,að Magma skuli hafa farið framhjá lögunum  með því að  stofna skúffufyrirtæki í Svíþjóð og láta það eiga hlutinn. En ég spyr eins og Mörður Árnason alþingismaður: Skiptir máli hvort eigandi að hlut í HS Orku er kanadiskur eða sænskur.Ég held ekki. Útlendingar á Evrópska efnahagsssvæðinu mega eiga hlut í HS Orku en Kanadamenn ekki.Sænskt fyrirtæki má eiga hlut í HS Orku. En hvað með dótturfyrirtæki Magma í Svíþjóð. Ef Magma hefði ekki verið inni í myndinni áður hefði ekki verið amast við því að sænskt fyrirtæki ætti hlut í HS Orku.

Það þarf sjálfsagt að breyta lögunum en það er ekki unnt að breyta því að þegnar á EES svæðinu megi kaupa hlut í íslenskum orkufyrirtækjum.Og það  er ekki unnt að ógilda kaup Magma á hlut í HS Orku.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband