Miðvikudagur, 14. júlí 2010
AGS vill hærri skatta á eldsneyti
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur skatta á tóbak og áfengi hér á landi í hærri kantinum miðað við önnur evrópsk ríki, þótt þeir séu í takti við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum.
Hins vegar séu skattar á eldsneyti frekar lágir, þá megi hækka þannig að þeir verði í takt við það sem gerist í Noregi. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins, sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið og var gerð opinber í kvöld. Rökin fyrir því að hækka skatta á eldsneyti séu þau að það sé í þágu umhverfisins og þess þurfi vegna efnahagsástandsins.
Rökin á móti séu hins vegar þau að skatturinn falli frekar á fólk í dreifbýli og því þurfi að gefa almenningssamgöngufyrirtækjum skattaafslátt. Í skýrslunni er einnig mælt með kolefnisskatti, sem legðist á eldsneyti. Þá nægði að skattleggja alla sem nota eldsneyti en ekki aðeins bifreiðaeigendur.
Hins vegar telur sjóðurinn að leggjast þurfi betur yfir hugmyndina áður en henni yrði ýtt úr vör. Eins og sagt hefur verið frá mælir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn með því að launaskattþrepin verði aðeins tvö. Hins vegar má sjá í skýrslunni að sjóðurinn bendir einnig á að hægt væri að leggja 10% aukaskatt á tekjur sem væru hærri en 4,5 milljónir króna á ári.(ruv.is)
Almenningi finnst bensínið nógu hátt svo það er ekki á bætandi að skattleggja bensín.Sama gildir um dieselolíur.Hátekjurskatt má að mínu mati hækka.Þeir,sem hafa breiðu bökin eiga að bera byrðarnar en síður hinir,sem hafa lágar tekjur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.