Fimmtudagur, 15. júlí 2010
Jón Ásgeir segist engar eignir hafa flutt yfir á eiginkonuna!
Jón Ásgeir Jóhannesson þvertekur fyrir það að hafa flutt eignir á nafn eiginkonu sinnar. Hann segir einkaneyslu sína undanfarinn áratug ekki svo mikla, sé hún skoðuð í réttu samhengi. Hann ætlar að áfrýja alheimskyrrsetningu eigna sinna þrátt fyrir að dómari hafi hafnað áfrýjunarbeiðni.
Það hafa engar eignir verið fluttar á milli okkar. Engar," segir Jón Ásgeir Jóhannesson um þær ásakanir slitastjórnar Glitnis að eitthvað sé gruggugt við það að tilteknar eignir hérlendis séu gefnar upp sem eignir Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs. Slitastjórnin lætur að því liggja í rökstuðningi sínum fyrir alheimskyrrsetningu sem lagður var fram í London að Jón Ásgeir hafi flutt eignirnar á Ingibjörgu á síðustu misserum og reyni nú að telja dómara trú um að eignir sem í raun séu hans séu alfarið eign Ingibjargar.
Þetta er bara alrangt. Eina eignin sem hefur verið flutt var þegar fasteignin [sem hýsir Hótel 101] var fyrir slysni flutt yfir á mig og það eru bara mistök sem hefur verið farið fram á við sýslumann að hann leiðrétti," segir Jón Ásgeir. Allt annað liggi ljóst fyrir; íbúðir Ingibjargar að Sóleyjargötu hafi alltaf verið hennar eign, sem og lúxusíbúðirnar á Manhattan, sem Ingibjörg hafi greitt fyrir með eigin peningum og láni frá Landsbankanum, sem nú hefur verið greitt upp að fullu.
(visir.is)
Slitastjórn Glitnis hélt því fram,að Jón Ásgeir hafi átt 38 milljarða rétt fyriur hrun. Nú hafa 6 breskir bankar staðfest,að þeir peningar voru ekki eign Jóns Ásgeirs heldur fyrirtækisins Iceland
Þar með er grundvöllur kyrrsetningarbeiðninnar sennilega brostinn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.