Orkuveitan á ekki fyrir skuldum næstu 3 árin

Að óbreyttu á Orkuveita Reykjavíkur ekki fyrir skuldum næstu þrjú árin og bilið breikkar sem þarf að brúa ár frá ári. Hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskólans segir gjaldskrárhækkun einu leiðina til að afstýra greiðsluþroti sé miðað við óbreyttar efnahagsaðstæður.

Í greinargerð fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar sem lögð var fyrir síðasta fund borgarráðs má sjá að miðað við óbreyttar forsendur vantar Orkuveituna 10% upp á svo tekjurnar nægi fyrir skuldum þetta árið.

Á árunum 2011 og 2012 hrökkva tekjurnar aðeins fyrir um 65% af skuldunum, og árið 2013 vantar vel ríflega helminginn upp á að Orkuveitan geti greitt af lánum sínum með tekjum.

Til þess eins að tekjurnar nægi fyrir skuldum í ár þyrfti að hækka gjaldskrána um 20%. Og enginn vill lána Orkuveitunni um þessar mundir, hvorki erlend fyrirtæki né íslensku lífeyrissjóðirnir, samkvæmt greinargerðinni.

Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, segir gjaldskrárhækkanir sýna að Orkuveitan ætli að reka fyrirtækið réttum megin við núllið.

Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, stefnir hins vegar á að velta öllum steinum við innan fyrirtækisins áður en ákvörðun verður tekin um gjaldskrárhækkanir. Áætlað sé að fyrir 1. september liggi helstu niðurstöður fyrir og þá verði hægt að vinna við gjaldskrárstefnu Orkuveitunnar.

 

Í greinargerð fjármálaskrifstofunnar segir hins vegar að erfitt sé að sjá hvernig hagræða megi innan fyrirtækisins að einhverju marki. Þá þurfi í það minnsta að endurfjármagna 33 milljarða króna til ársins 2013. Líklegt sé að vextir lána eigi eftir að hækka. Borgin geti því þurft að grípa inn í reksturinn.

Sigurður segir að til þrautar væri hægt að hækka gjaldskrá Orkuveitunnar umfram 20%, en þá verði staðan fyrst spennandi, því þótt hluti viðskipta Orkuveitunnar séu tryggður sé einnig samkeppni á orkumarkaði og viðskiptavinir geti snúið sér annað. Þau fyrirtæki sem Orkuveitan keppir við séu einnig aðþrengd fjárhagslega(ruv.is)

Ljóst er,að fyrri meirihluti borgarstjórnar hefur haldið raunverulegri stöðu Orkuveitunnar leyndri.Hún er mikið verri en reiknað var með.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það verður spennandi að sjá, hvort Haraldur Flosi getur dregið úr bruðli vegna bílaflota OR ?

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 16.7.2010 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband