Fimmtudagur, 15. júlí 2010
Skrítin skýrsla um fiskveiðistjórnun í undirbúningi
Svo virðist sem verkefni nefndar um fyrningu aflaheimilda hafi snúist við. Nefndin átti að fjalla um fyrningu aflaheimilda á 20 árum. En nú boðar nefndin skýrslu og segir að þar verði kafli um úthlutun aflaheimilda.En ekkert er minnst á innköllun eða fyrningu aflaheimilda.Nefndin hefur greinilega misskilið hlutverk sitt. Hún heldur að hún eigi að fjalla um úthlutun aflaheimilda.Spurning er hvort LÍÚ hafi snúið nefndina niður.Ef ríkisstjórnin svíkur loforð sitt um fyrningu aflaheimilda er hún fallin.
Björgvin Guðmundsson
Skýrslu um fiskveiðistjórn seinkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er að minnsta kosti frekar fátt eftir þessari ríkisstjórn til málsbóta ef hún hleypur frá þessu ákvæði í málefnasamningnum.
Ef nefndin skilar skýrslu, sem er ekki i neinu samræmi við erindisbréf hennar, er ekkert annað að gera en henda henni í ruslið.
Það er í raun alveg fáránlegt að þeir sem kynna sig sem talsmenn almannahagsmuna skuli ekki geta komið með lausnir nema í nánu samráði við sérhagsmunaaðila.
Finnur Hrafn Jónsson, 16.7.2010 kl. 00:51
Tek undir með Finni Hrafni. Er þarna enn eitt stórnarhneyksli í gerjun ?
Kv., KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 16.7.2010 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.