Bryggjuhátíð á Stokkseyri

Bryggjuhátíð hófst á Stokkseyri í gærkvöldi og verður alla helgina. Hápunkturinn verður í kvöld þegar fjölskylduskemmtun verður á Stokkseyrarbryggju.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kemur í heimsókn og lendir á bryggjunni. Þá mun Árni Johnsen stjórna bryggjusöng við varðeld. Eftir það verður slegið upp bryggjuballi með áherslu á lögum Bítlanna og Rollings Stones. Það er Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi sem stendur fyrir Bryggjuhátíðinni í samvinnu við heimamenn.(ruv.is)

Mikið og aukið líf hefur  færst í Stokkseyri undanfarin ár og margvísleg ný starfsemi hafist þar.Opnað hefur  verið nýtt og glæsilegt gistiheimili,Kvöldstjarnan.Heiðarblómi er mjög myndarleg gróðrarstöð og sú eina í Árborg.Veitingastaðurinn Fjöruborðið er orðinn landsþekktur,Draugasetrið dregur marga að sér og fleira mætti nefna.Hjónin Viktoría Þorvaldsdóttir og Magnús Sigurjónsson stofnuðu Heiðarblóma og Kvöldstjörnuna.Viktoría er látin en Magnús rekur Heiðarblóma og Kvöldstjörnuna ásamt fjölskyldu sinni.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband