Föstudagur, 16. júlí 2010
Þýðir hæstaréttardómurinn nýtt bankahrun?
Ný og ítarleg úttekt Fjármálaeftirlitsins á áhrifum dóma Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána breytir ekki til muna þeirri mynd sem áður hefur verið dregin upp af afleiðingunum fyrir fjármálafyrirtækin og ríkissjóð, segir í frétt RÚV.
Gunnar Andersen, forstjóri fjármálaeftirlitsins, segir við RÚV að miðað við verstu sviðsmynd gætu dómarnir þýtt 200-300 milljarða króna tap fjármálafyrirtækjanna og að ríkissjóður þyrfti að leggja bönkunum til nýtt fé sem næmi hundrað milljörðum króna eða meira.
Þetta er fjórða úttekt Fjármálaeftirlitsins vegna gengislánanna en hún er nú mun viðameiri en þær sem áður hafa verið gerðar. Auk fjármálaeftirlitsins koma að henni starfsmenn bankanna, ytri endurskoðendur þeirra og erlent fagfyrirtæki.(visir.is)
Ef 2-300 milljarðar falla á bankana vegna hæstaréttardómsins er ljóst,að þeir uppfylla ekki kröfur FME um eiginfjárframlag.Það verður því að leggja þeim til aukið eigið fé eða stöðva rekstur þeirra.Það mundi lenda á ríkinu að leggja Landsbankanum til aukið eigið fé þar eð ríkið á mest í þeim banka.Kröfurhafarnir,sem eiga hina bankana hafa áreiðanlega engan áhuga á því að leggja þeim til aukið eigið fé.Það er því óvíst að þeir gætu starfað áfram ef 2-300 milljarðar féllu á bankana.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.