Laugardagur, 17. júlí 2010
Núna fundust 34 milljarðar, í fyrra fundust 20 milljarðar
Í fyrra sagði fjármálaráðherra,að staða ríkissjóðs hefði reynst 20 milljörðum betri en reiknað hafði verið með. Það fundust 20 milljarðar.En samt var haldið við að skerða kjör aldraðra og öryrkja. Nú hefur verið upplýst,að staðan sé 34 milljörðum betri en reiknað var með í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin ætti því að ganga fram og segja, að vegna þessa hefði hún ákveðið að falla frá skerðingu og frystingu á kjörum aldraðra og öryrkja og mundi láta þá fá sömu hækkun á lífeyri og launþegar hefði fengið á samningstímabili sínu þ.e. ca. 30 % hækkun.Ef ríkisstjórnin gerði þetta væri hún í raun félagshyggjustjórn.Viðskiptablaðið segir,að staðan hafi batnað enn meira en sem nemur umræddum milljörðum.Ef svo er er enn auðveldara að ganga til móts við aldraða og öryrkja.Sem betur fer eru nú ýmis teikn á lofti um að bjartara sé framundan, atvinnuleysi fer minnkandi, verðbólgan lækkar og hagvöxtur er á næsta leiti. Umskipti til hins betra gætu orðið um næstu áramót.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.