Leiðrétta á kjör aldraðra og öryrkja strax

Félagsmálaráðherrann okkar,Árni Páll Árnason,er mikill baráttumaður.Í fyrra barðist hann vasklega fyrir niðurskurði í almannatryggingum. Hann sýndi mikil línurit um halla ríkissjóðs og nauðsyn þess að skera niður.Hann taldi nauðsynlegt að skera niður um 6 milljarða í almannatryggingum og þar af um 4 milljarða í lífeyri aldraðra og öryrkja.Þetta gerði hann þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að hlífa velferðarkerfinu.Og þetta gerði hann þrátt fyrir,að launafólk fengi kauphækkun 1.júlí 2009,sama daginn og aldraðir og öryrkjar sættu kjaraskerðingu.Það var engu líkara en Árni Páll héldi að hann væri fjármálaráðherra en ekki ráðherra velferðarmála,sem ætti að gæta hagsmuna lífeyrisþega.Allt í einu fundust þá 20 milljarðar í fjármálaráðuneytinu en Árni Páll lét það ekki á sig fá. Hann hélt við kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja. Nú hefur fjármálaráðherra fundið 34 milljarða.Rökin fyrir því að skerða eða frysta lífeyri aldraðra halda þá ekki lengur. Árni Páll ætti því að stíga fram og leiðrétta kjör lífeyrisþega.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband