Sunnudagur, 18. júlí 2010
Ætlar ríkisstjórnin að svíkja stærsta kosningaloforðið,fyrningu aflaheimilda?
Allt bendir nú því miður til þess að ríkisstjórnin ætli að svíkja stærsta og mikilvægasta kosningaloforð sitt,þe. fyrningu aflaheimilda á 20 árum.Því hafði verið lofað að framkvæmd á þessu loforði og stefnumáli stjórnarinnar mundi hefjast 1.september n.k. en tilkynnt var fyrir nokkru,að svo yrði ekki. Í staðinn yrði gefin út skýrsla um málið. Við þurfum ekki skýrslur.Við þurfum framkvæmdir.Nefndin,sem sjávarútvegsráðherra skipaði í málið,hefur klúðrað málinu.Hún hefur lagt höfuðáherslu á,að ná samkomulagi við LÍÚ,þ.e. þann aðila,sem er mest á móti fyrningarleiðinni.En við þurfum ekki samkomulag við LÍÚ.Við þurfum samkomulag við þjóðina. Nefndin virðist hafa gleymt því.
Fulltrúar LÍÚ höfðu sagt sig úr nefndinni en nefndin virðist hafa fengið þá aftur inn í nefndina með einhverju baktjaldamakki og sjálfsagt eftirgjöf á aðalmálinu,fyrningu aflaheimilda á 20 árum.Nefndin hefur eins og ráðherra alltaf slegið úr og í í þessu stærsta kosningaloforði Samfylkingaarinnar og ríkisstjórnarinnar.Nú eru einhverjar furðulegar hugmyndir á kreiki í nefndinni svo sem þær að úthluta veiðiheimildum til langs tíma.Ef það væri gert væri það verra en núverandi kerfi.Nefndin virðist halda að nóg sé að festa í stjórnarskrá,að fiskveiðiauðlindin sé sameign þjóðarinnar og eftir það geti nefndin gert það sem henni sýnist.En það er missskilningur. Það er í lögum að auðlindin sé sameign þjóðarinnar. Útgangspunktur nú er að fyrna aflaheimildir á 20 árum. Frá því verður ekki vikið. Ef nefndin kemur því ekki fram á hún að segja af sér.3ja til 5 manna nefnd ráðherra getur unnið þetta verk á hálfum mánuði.
Ef ríkisstjórnin stendur ekki við loforðið um fyrningu aflaheimilda getur hún sagt af sér strax. Það er þá aðeins tímaspurnmál hvenær hún fellur.
Björgvin Guðmundsson
'
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér Björgvin, það yrðu ægileg mistök að nýta ekki þetta tækifæri og koma þessari sanngjörnu fyrningarleið á.
En öll orkan fer í þetta LSD verkefni Samfylkingarinnar, það er þessa arfavitlausu ESB umsókn sem sundrað hefur þjóðinni meir og verr en nokkuð annað og það á verst tíma í sögu lýðveldisins. Auk þess sem þetta er gert í andstöðu við lang stærstan hluta þjóðarinnar. Meir að segja meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar er andstaðan og efinn við ESB orðinn talsverður eða allt frá 33 til 40%.
Þú ætir að berjast fyrir því að ESB umsókninni verði slegið á frest eins og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur lagt til og í stað þess yrði hægt að sameina þjóðina á ný um að einbeita sér að því vinna sig útúr vandræðunum m.a. með því að koma á réttlátara fiskveiðistjórnunarkerfi s.s. með fyrningarleiðinni. Fyrir því réttlætismáli er yfirgnæafandi stuðningur meðal þjóðarinnar, alveg þveröfugt við þessa ESB umsókn.
En það skal farið á móti þjóðinni í öllum málum.
Gunnlaugur I., 18.7.2010 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.