Sunnudagur, 18. júlí 2010
Á hvaða vegferð er ríkisstjórnin?
Þegar bankarnir hrundu og kreppa skall á hér töldu jafnaðarmenn,að mikilvægt væri að félagshyggjuflokkar yrðu við völd til þess að dreifa byrðunum réttlátlega og verja velferðarkerfið.Samfylkingin og Vinstri græn fengu meirihluta á alþingi og mynduðu ríkisstjórn.Miklar vonir voru bundnar við þá ríkisstjórn. En því miður hefur hún aðeins að hluta til staðið undir væntingum.Það var vitað að hækka yrði skatta til þess að jafna fjárlagahallann,sem myndaðist vegns kreppunnar.Einnig þyrfti að skera nokkuð niður.Ég tel,að álagning skatta vegna kreppunnar hafi verið nokkuð réttlát til þessa. En ef hugmyndir Alþjóðagjaldeyriissjóðsins ná fram að ganga um hækkun skatta breytist það.Þá yrði lítið sem ekkert eftir af réttlátri skattlagningu.AGS vill hækka skatta á meðaltekjur og hækka virðisaukaskatt á matvælum.Það mundi bitna mjög illa á almenningi og fólki með lágar og meðaltekjur.Ég tel þessar tillögur ekki koma til greina.Ríkisstjórnin hefur ekki staðið eins dyggan vörð um velferðarkerfið og hún lofaði.Hún hefur skert kjör aldraðra og öryrkja á sama tíma og verkafólk og ríkisstarfsmenn ( með lágar tekjur) hafa fengið verulegar kauphækkanir. Mér er til efs að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefðu staðið sig verr í málefnum almannatrygginganna en núverandi ríkisstjórn.
Ríkisstjórnin hefur staðið sig ágætlega í endurreisn efnahagslífsins,sérstaklega endurreisn bankanna og vísbendingar eru nú um að kreppunni ljúki fljótlega,jafnvel um næstu áramót. Atvinnuleysi fer minnkandi,vextir lækka,verðbólga lækkar og hagvöxtur á næsta leyti.En framkvæmdir á stefnumálum jafnaðarmanna láta á sér standa.
Ríkisstjórnin verður að breyta um stefnu í málefnum almannatrygginga.Hún verður að bæta kjör aldraðra og öryrkja og standa við stefnumál sitt um fyrningu aflaheimilda á 20 árum,ella getur hún farið frá.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð grein Björgvin. Vitaskuld hefur stjórnin haft góð áform í fyrstu, en hún hefur mætt andbyr bæði fyrirséðum og ófyrirséðum úr ýmsum áttum. Það er enginn öfundsverður af því að vera verkstjóri yfir SJS og hans liði, tel ég. Það reynir á þolrifin í sönnum jafnaðarmönnum að búa við slíka voshúð til langframa. Vonandi finnast nógu margir eðalkratar, sem hafa sterk bein eins og þú, til að komast heilir úr þessari óvissuferð.
Með góðri kveðju frá Siglufirði, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 18.7.2010 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.