Er það eignaupptaka að skerða tryggingabætur jafnmikið og nemur greiðslu lífeyris úr lífeyrissjóði?

Einhleypur ellilífeyrisþegi,sem hefur 50 þús.kr. á mánuði úr lífeyrissjóði, fær 130 þús. kr. á mánuði  fyrir skatt frá Tryggingastofnun.Lífeyrir hans frá Tryggingastofnun er skertur um 50 þús. á mánuði eða nákvæmlega jafnmikið og nemur greiðslu hans úr  lífeyrissjóði á mánuði. Það skiptir því engu máli hvort umræddur ellilífeyrisþegi hefur greitt í lífeyrissjóð eða ekki. Það er eins og lífeyrir hans hjá lífeyrissjóðnum sé þurrkaður út með einu pennastriki af Tryggingastofnun eða ríkinu.Sama gildir hjá þeim,sem hefur 100 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði.Lífeyrir þeirra er skertur sem svarar greiðslu úr lífeyrissjóði eða svo gott sem.Er þetta ekki eignaupptaka.Ég lít svo á,að það sem  ég hefi greitt í lífeyrssjóð sé mín eign og þegar ég tek þá eign út eigi ekki að skattleggja hana og að sú úttekt eigi ekki að valda skerðingu bóta frá Tryggingastofnun.Það gerist ekki í Svíþjóð og það á ekki að gerast hér.Það er búið að eyðileggja almannatryggingakerfið hér og tímabært að lagfæra það á ný.Ég treysti núverandi félagsmálaráðherra ekki til þess.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég er þér alveg hjartanlega sammála Björgvin. Þarna hefur orðið alvarlegur misbrestur á framkvæmd tryggingarmála almennings, sem því miður hefur ekki tekist að leiðrétta. Ég lít líka á þetta sem tvísköttun, sem ekki á að líðast í siðuðu þjóðfélagi.

Margir mætir menn hafa margoft (þar á meðal þú) bent á þetta óréttlæti, en það er sem þetta mál lendi alltaf ofaní skúffu, þegar menn setjast í valdastóla, því miður.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 18.7.2010 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband