Miðvikudagur, 21. júlí 2010
Magnús Schram:Fásinna að rifta kaupum Magma á HS Orku
Umræðan um Magma heldur áfram. Margir vilja að kaupum Magma á hlut í HS Orku verði rift á þeim forsendum að Magma í Svíþjóð,sem keypti hlutinn,sé aðeins skúffufyrirtæki með enga starfsemi.En Magma í Svíþjóð er lögaðili og lögin gera ekki aðrar kröfur en að um lögaðila innan EES sé að ræða. Engin ákvæði eru það,að um einhverja sérstaka starfsemi þurfi að vera að ræða.Það virðist nægja að um eignarhaldfélag sé að ræða.
Magnús Schram þingmaður Samfylkingarinnar segist andvígur því að kaupum Magma á HS orku verði rift.Hann segir,að það gæti unnið gegn yfirlýstum markmiðum um að halda orkuauðlindum í íslenskri eigu.Magnús bendir á,að ekki sé verið að selja auðlindina heldur fyrirtæki sem annist nýtingarréttinn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.