Miðvikudagur, 21. júlí 2010
"Erlendu" bílalánin: Hvernig lyktar málinu?
Frá því Hæstiréttur kvað upp dóm um "erlend" bílalán og taldi þau ólögleg en fjallaði ekki um vextina rikir mikil óvissa um hvernig farið verði með þessi lán og "erlend" húsnæðismál.Samkvæmt lögum má verðtrygging lána ekki miðast við erlenda mynt heldur einungis íslenskar krónur.Dómstólar eiga eftir að úrskurða vextina.Ef niðurstaðan verður sú,að vextir " erlendu" lánanna eigi aðeins að vera 3-4% eins og var yfirleitt í "erlendu" samningunum þá verður nauðsynlegt að leiðrétta einnig verðtryggð lán,sem miðast við íslenskar krónur.Hjá því verður ekki komist ef sanngirni og réttlæti á að ríkja í þessum, lánamálum.
Lögfræðingur benti mér á,að samkvæmt samningalögum gætu dómstólar breytt samningum og jafnvel fellt þá niður.Dómstólar hafa því ýmsa möguleika við úrlausn umræddra lánamála,þ.e. aðra en að ákveða einungis vextina.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.