LEB: Lífeyrir aldraðra hækki í 300 þús. á mán í áföngum

Listin að lifa,tímarit Landssambands eldri borgara(LEB), er nýkomið út.Þetta  er mjög myndarlegt eintak,fullt af góðu efni,er varðar eldri borgara. Í grein um kjaramálin kemur fram,að LEB krefst þess að lífeyrir aldraðra  einhleypinga hækki í 300 þús. kr. á mánuð  (eftir skatta) í áföngum en það er sú upphæð,sem einstaklingar nota til neyslu á mánuði  samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar ( des. sl.,framreiknað).Það lifir enginn mannsæmandi lífi af lægri upphæð( Aldraðir einhleypingar hafa nú 156 þús. á mánuði).Forráðamenn Tryggingastofnunar og félagsmálaráðuneytis reyna að vísu að sýna fram á,að aldraðir hafi fengið mjög miklar kjarabætur og gefa til kynna að aldraðir þurfi ekki meiri kjarabætur að sinni.En eldri borgarart hafa ekki orðið varir við þessar kjarabætur. Þeir verða betur varir við hækkanir á matvælaverði í verslunum og hækkanir lyfja í apotekum.LEB krefst þess einnig,að lífeyrir aldraðra fái fulla verðlagsuppbót frá 1.mars 2009.

Ritstjóri Listin að lifa er Valgerður Katrín Jónsdóttir,

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gaman væri nú að fá grunnlífeyrinn sinn. Það gæti verið ágætis byrjun.

Sigurður Hreiðar, 21.7.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband