AGS mælir með þriðju endurskoðun

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að hún muni mæla með því að stjórn sjóðsins afgreiði og samþykki þriðju endurskoðunin á áætlun sjóðsins fyrir Ísland í september n.k.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Franek Rozwadowski sendifulltrúa AGS á Íslandi. Sendinefndin hefur dvalið á Íslandi í vikunni til viðræðna við stjórnvöld en hélt af landi brott í gærdag.

Rozwadowski segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að afgreiða endurskoðunina utan nokkurra tæknilegra atriði sem eftir eigi að ganga frá.

Í máli hans kemur fram að áætlun sjóðsins fyrir Ísland hafi skilað árangri og að kreppan hérlendis hafi ekki orðið eins djúp og upphaflega var talið að hún yrði, verðbólgan hafi minnkað og stöðugleiki komist á gengi krónunnar. Þá hafi fjármál hins opinbera styrkst og grunnur lagður að ramma fyrir eftirliti og reglugerðum fyrir bankakerfið.(visir.is)

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband