Föstudagur, 23. júlí 2010
Verkfall slökkviliðsmanna hafið
Rétt í þessu var tilkynnt að verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna væri hafið og hafa þeir nú skilað inn boðtækjum sínum. Sverrir Björn Björnsson formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir aðgerðirnar þýða að landsmenn séu miklu óöruggari í dag en þeir voru í gær. Hann segir að Inga Rún Ólafsdóttir, formaður launanefndar sveitarfélaganna, hafi ekki útskýrt nógu vel hvað hún eigi við með því að um ólöglegar aðgerðir sé að ræða.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn lögðu af stað í kröfugöngu klukkan níu í morgun til að leggja áherslu á launakröfur sínar. Ferðinni er heitið að ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem þeir munu freista þess að ná tali af borgarfulltrúum.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.