Dómur féll Lýsingu í hag

Dómur var kveðinn upp í prófmáli um vexti gengistryggðra lána nú fyrir stundu. Fallist var á fjórðu varakröfu Lýsingar í þessu máli þar sem farið verður eftir óverðtryggðum vöxtum Seðlabankans.

Stjórnvöld munu ekki grípa til lagabreytinga fyrr en dómur Hæstaréttar liggur fyrir. Það verður í fyrsta lagi í haust.

Málið höfðaði fjármögnunarfyrirtækið Lýsing á hendur skuldara í vanskilum. Ágreiningur er um hversu háar eftirstöðvar lánsins eru, sem skuldarinn þarf að greiða, en það veltur á þeim vöxtum sem reiknaðir verða á lánið. Algjör óvissa hefur ríkt um uppgjörsvexti gengistryggðra lána eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu ólöglega.

Miklu munar á eftirstöðvunum eftir því hvaða vextir eru á láninu. Ítrustu kröfur Lýsingar hljóðuðu upp á bæði verðtryggingu og vexti samkvæmt gjaldskrá fyrirtækisins, en alls setti fyrirtækið fram fimm varakröfur. Ef fallist hefði verið á ítrustu kröfur væru þær meira en tífalt hærri en þær lægstu, eða rúmar 1,3 milljónir.
visir.is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband